Lögð fram umsókn Jóns Guðmundssonar, mótt. 29. ágúst 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Reynisvatnsás vegna lóðarinnar nr. 78-92 við Haukdælabraut. Í breytingunni felst að færa lóðarmörk lóðanna nr. 86-92 um 1 metra til norðausturs innan lóðarinnar, þannig að fjarlægð að lóðarmörkum verði 3,8 metrar í stað 5. metrar, færa bílastæðin við húsin 82-86 og 92, útbygging á gafli við húsið nr. 78 megi vera 75% af viðkomandi húshlið og fella niður kvöð um að á húsinu nr. 86 og 92 séu kennileiti, samkvæmt uppdr. Jóns Guðmundssonar, dags. 23. ágúst 2016.
Svar
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra. Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.