Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. nóvember 2016 var lögð fram umsókn Gunnars Atla Hafsteinssonar, f.h. Tandur hf., mótt. 20. október 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 12 við Hestháls. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit til norðurs um 7 metra á 21 metra löngum kafla frá norðvesturhorni byggingarreits í átt að lóðarmörkum Hestháls 10, samkvæmt meðfylgjandi uppdr. Gunnars Atla Hafsteinssonar, dags. 18. október 2016. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra. Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.