breyting á deiliskipulagi
Mjölnisholt 6 og 8
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 651
29. september, 2017
Synjað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. september 2017 var lögð fram fyrirspurn Kjartans Hafsteins Rafnssonar, mótt. 15. september 2017, um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 6 og 8 við Mjölnisholt sem felst í að hafa sameiginlegan opinn stigagang fyrir bæði húsin, fá að bæta við einni íbúð á hvorri lóð með því að hafa geymsluskúra í garði niðurgrafna svo geymslur yrðu í kjallara og íbúð á hæð, fyrir bæði hús, samkv. uppdrætti K.J. hönnunar ehf., dags. 11. september 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. september 2017.
Svar

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2017.

105 Reykjavík
Landnúmer: 103007 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022515