breyting á deiliskipulagi
Mjölnisholt 6 og 8
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 799
27. nóvember, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2020 var lögð fram umsókn Kjartans Hafsteins Rafnssonar dags. 12. nóvember 2020 ásamt greinargerð Arctic Tours ehf. dags. 11. nóvember 2020 vaðandi breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 6 og 8 við Mjölnisholt. Í breytingunni felst að sameina lóðirnar nr. 6 og 8, setja einn sameiginlegan geymsluskúr á lóð, setja stigagang með lyftu upp á baklóð/vesturhlið með aðgengi í allar íbúðir ásamt því að kvistir verða samtengdir. Einnig eru lagðir fram tveir deiliskipulagsuppdrættir K.J. ARK slf. dags. 28. október 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.

105 Reykjavík
Landnúmer: 103007 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022515