Útitröppur, svalir, breyting inni
Básendi 5
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 600
9. september, 2016
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að breyta aðalinngangi og útitröppum og loka rými undir tröppum, ásamt því að gera svalir á suðurhlið með tröppum niður í garð við einbýlishúsið á lóð nr. 5 við Básenda. Ennfremur er sótt um leyfi til að breyta burðarveggjum innandyra. Erindi var grenndarkynnt frá 10. ágúst til og með 7. september 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, dags. 11. ágúst 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2016.
Stækkun A-rými 7,7 ferm., 16,4 rúmm. Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 14. júní 2016. Gjald kr. 10.100
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108400 → skrá.is
Hnitnúmer: 10006896