Endurnýja hús og fjölga íbúðum
Óðinsgata 19
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 716
15. febrúar, 2019
Synjað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. febrúar 2019 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja núverandi byggingu á lóð, MHL-01, og fjölga íbúðum úr 2 í 5 og byggja nýtt þriggja hæða íbúðarhús, MHL-02, með þremur íbúðum á lóðarmörkum lóðar nr. 19 við Óðinsgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. febrúar 2019.
Stækkun MHL-01: 170,9 ferm., 504,3 rúmm. Stækkun MHL-02: 214,1 ferm., 609,6 rúmm. Erindinu fylgir útreikningur á varmatapi fyrir Mhl-01 og Mhl-02 dagsettir 29. janúar 2019 og afrit af umsögn skipulagsfulltrúa vegna fyrirspurnar um fyrirhugaðar framkvæmdir, dagsett 6. apríl 2017. Gjald kr. 11.200
Svar

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. febrúar 2019.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102121 → skrá.is
Hnitnúmer: 10024372