breyting á deiliskipulagi
Heiðargerði 11
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 596
4. ágúst, 2016
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. júlí 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem spurt er hvort leyfi fáist fyrir breytingum sem þegar eru hafnar sem felast í viðbyggingu við stofu og breytingu á burðarveggjum ásamt stækkun á svölum ofan á viðbyggingu í raðhúsi á lóð nr. 11 við Heiðargerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. ágúst 2016.
Framkvæmd er samskonar og gerðar hafa verið á sumum af nærliggjandi húsum.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. ágúst 2016, samþykkt

108 Reykjavík
Landnúmer: 107604 → skrá.is
Hnitnúmer: 10011690