breyting á deiliskipulagi
Smiðjustígur 10
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 657
10. nóvember, 2017
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Davíðs Pitt, dags. 14. mars 2017, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.5 vegna lóða nr. 10 við Smiðjustíg og 16 við Klapparstíg skv. uppdrætti, dags. 20. febrúar 2017. Í breytingunni felst að rífa eldri byggingu að Smiðjustíg 10 og byggja nýtt íbúðarhús með vinnustofum og íbúðum, minnka byggingarreit á suðvesturhluta lóðar við Danska sendiráðið en viðbótar byggingarreitur bætist við austast á lóð, stækka byggingarreit á lóð Klapparstíg 16 til suðurs og flytja samþykkt viðbótabyggingarmagn á lóð Smiðjustíg 10 yfir á lóðina að Klapparstíg 16. Einnig er lögð fram greinargerð hönnuðar, dags. 10. mars 2017, ásamt áliti Minjastofnunar Íslands, dags. 31. ágúst 2016. Tillagan var auglýst frá 27. september 2017 til og með 8. nóvember 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigríður Haraldsdóttir, dags. 6. nóvember 2017.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101015 → skrá.is
Hnitnúmer: 10018512