breyting á deiliskipulagi
Smiðjustígur 10
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 627
31. mars, 2017
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. mars 2017 var lögð fram umsókn Davíðs Pitt, dags. 14. mars 2017, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.5 vegna lóða nr. 10 við Smiðjustíg og 16 við Klapparstíg skv. uppdrætti, dags. 20. febrúar 2017. Húsbyggingar og lóðir við Smiðjustíg 10 og Klapparstíg 16 á reitnum eru í eigu sama aðila sem óskar nú eftir að byggingarreitur minnki á lóð Smiðjustigur 10 og stækki á lóð Klapparstígur 16. Hluti af samþykktu byggingarmagni á lóð Smiðjustíg 10 flyst yfir á lóðina að Klapparstíg 16. Jafnframt er óskað eftir leyfi til að húsbygging á lóð Smiðjustígur 10 verði rifin. Einnig er lögð fram greinargerð hönnuðar, dags. 10. mars 2017 ásamt áliti Minjastofnunar Íslands, dags. 31. ágúst 2016.
Svar

Leiðrétt bókun frá embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. mars 2017. Rétt bókun er:
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101015 → skrá.is
Hnitnúmer: 10018512