nýtt deiliskipulag
Rauðhólar
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 831
6. ágúst, 2021
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. mars 2021, að deiliskipulagi fyrir Rauðhóla. Um er að ræða Rauðhóla sem hafa verið friðlýstir sem fólkvangur síðan 1974, ásamt aðliggjandi svæði í kringum Heiðmerkurveg yfir brúnna að Helluvatni. Í tillögunni eru aðalleiðir gangandi og ríðandi um svæðið fest inn á skipulagsáætlun. Er það gert til að auka upplifun ólíkra útivistarhópa í sátt við náttúruna, auk þess sem náttúru- og útivistarstígar eru skilgreindir á uppdrætti. Jafnframt er nýtt bílastæðahólf skilgreint sem jafnframt er þá upphafsstaður fyrir aðkomu inn í Rauðhólana fyrir þá sem koma akandi að svæðinu. Búið er að kortleggja helstu jarðminjar og vistgerðir auk fornleifapunkta. Einnig er lögð fram skýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands dags. í nóvember 2020. Tillagan var auglýst frá 4. júní 2021 til og með 16. júlí 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsagnir: Sveinbjörn Guðjonsen dags. 7. júlí, Dagný Bjarnadóttir f.h. Fáks dags. 7. júlí 2021, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 15. júlí 2021 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. júlí 2021, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 16. júlí 2021, Tölvup. Minjastofnunar Ísl. dags. 15. júlí 2021 með ósk um frest til 30. júlí 2021.
Einnig er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 6. júlí 2021.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.