nýtt deiliskipulag
Rauðhólar
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 776
5. júní, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð er fram að nýju lýsing skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi fyrir Rauðhóla, dags. 30. mars 2020. Um er að ræða Rauðhóla sem hafa verið friðlýstir sem fólkvangur síðan 1974, ásamt aðliggjandi svæði í kringum Heiðmerkurveg yfir brúnna að Helluvatni. Helstu viðfangsefni og meginmarkmið fyrir deiliskipulagið koma fram í lýsingunni, en m.a. er lagt til að skilgreina aðalleiðir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarenda um svæðið o.fl. Kynning stóð yfir frá 7. maí 2020 til og með 28. maí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Vegagerðin dags. 12. maí 2020, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 26. maí 2020, Skipulagsstofnun dags. 26. maí 2020, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. maí 2020, Umhverfisstofnun dags. 29. maí 2020 og Sveinbjörn Guðjohnsen dags. 30. maí 2020.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.