Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. nóvember 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. nóvember 2021 þar sótt er um leyfi til að breyta núverandi notkun í verslunar- og þjónustukjarna með matvöruverslun og líkamsræktarstöð auk minni þjónustueininga og skrifstofurými á efri hæðum, sem fylgir útlitsbreytingar og niðurrifi hluta húsnæðis sem fellur utan lóðar í samþykktu deiliskipulagi og útgefnum lóðaruppdrætti, hús á lóð nr. 2E-F við Súðarvog. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Vegagerðarinnar dags. 1. júlí 2022 og bréfi Vegagerðarinnar ódags. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2022.