Reyndarteikning
Ránargata 21
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 614
22. desember, 2016
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. nóvember 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. nóvember 2016 þar sem sótt er um leyfi til að skipta fjölbýlishúsi í þrjár íbúðir og byggja svalir á suðurhlið sama húss á lóð nr. 21 við Ránargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016.
Erindi fylgir þinglýst samkomulag um afnotarétt á lóð milli húsa dags. 10. nóvember 1947, brunavirðing dags. 1. mars 1943 og samþykki sumra lóðarhafa Bárugötu 22, Ránargötu 19 og Ránargötu 23 og allra lóðarhafa Stýrimannastígs 7. Gjald kr. 10.100
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016, samþykkt.