Lögð fram umsókn Gests Ólafssonar dags. dags. 14. júní 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðanna nr. 30, 32 og 34 við Blesugróf. Í breytingunni felst að heimilt er að gera kjallara undir húsum þar sem landhalli leyfir, að svalir, 1,60 m. á breidd, nái út fyrir byggingarreit, hverju húsi fylgja þrjú bílastæði og að á lóðum nr. 30 og 32 er heimilt að byggja einnar hæðar hús með kjallara en tveggja hæða hús án kjallara á lóð nr. 34 við Blesugróf, samkvæmt uppdr. Skipulags, arkitekta- og verkfræðistofunni ehf. dags. 6. desember 2018 br. 14. júní 2018. Einnig er lagt fram minnisblað skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. júlí 2018.
Svar
Með vísan til minnisblaðs skrifsstofu sviðsstjóra dags. 11. júlí 2018, er fallið frá bókun þann 22. júní sl. Vísað til skipulags- og samgönguráðs.