Stórfjölskylduhús
Blesugróf 30
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 805
22. janúar, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. október 2020 að breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðanna nr. 30 og 32 við Blesugróf. Í breytingunni felst að breytt er texta í skilmálum varðandi byggingarmagn og þar af leiðandi breytt nýtingarhlutfall. Ástæða breytingarinnar er uppgefið byggingarmagn í lóðarleigusamningi. Tillagan var auglýst frá 24. nóvember 2020 til og með 7. janúar 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Cicero lögmannsstofa f.h. Dagbjarts H. Guðmundssonar dags. 12. nóvember 2020, 14 íbúar að Blesugróf dags. 6. janúar 2021 og Dagbjartur H. Guðmundsson f.h. Sýrfells ehf. dags. 7. janúar 2021 Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. janúar 2021 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108878 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008285