Stórfjölskylduhús
Blesugróf 30
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 704
9. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Gests Ólafssonar dags. dags. 14. júní 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðanna nr. 30, 32 og 34 við Blesugróf. Í breytingunni felst að heimilt er að gera kjallara undir húsum þar sem landhalli leyfir, að svalir, 1,60 m. á breidd, nái út fyrir byggingarreit, hverju húsi fylgja þrjú bílastæði og að á lóðum nr. 30 og 32 er heimilt að byggja einnar hæðar hús með kjallara en tveggja hæða hús án kjallara á lóð nr. 34 við Blesugróf, samkvæmt uppdr. Skipulags, arkitekta- og verkfræðistofunni ehf. dags. 6. desember 2018 br. 14. júní 2018. Einnig er lagt fram minnisblað skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. júlí 2018. Jafnframt er lagt fram bréf Skipulags, arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf. f.h. Sýrfells ehf. dags. 22. október 2018 þar sem umsókn er dregin til baka og óskað eftir að heimilað verði að reisa tveggja hæða einbýlishús með aukaíbúð, samkvæmt núgildandi deiliskipulagi á núverandi lóð og innan núverandi byggingarreits, en án kjallara og með nýtingarhlutfalli 0,45. Hámark gólfkóta 1. hæðar yrði óbreytt, 10 cm yfir hæð borgarlands í lóðarmörkum.
Svar

Umsókn dregin til baka sbr. bréf Skipulags, arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf. f.h. Sýrfells ehf. dags. 22. október 2018.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108878 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008285