Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. október 2020 að breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðanna nr. 30 og 32 við Blesugróf. Í breytingunni felst að breytt er texta í skilmálum varðandi byggingarmagn og þar af leiðandi breytt nýtingarhlutfall. Ástæða breytingarinnar er uppgefið byggingarmagn í lóðarleigusamningi. Tillagan var auglýst frá 24. nóvember 2020 til og með 7. janúar 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Cicero lögmannsstofa f.h. Dagbjarts H. Guðmundssonar dags. 12. nóvember 2020, 14 íbúar að Blesugróf dags. 6. janúar 2020 og Dagbjartur H. Guðmundsson f.h. Sýrfells ehf. dags. 7. janúar 2020.