Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. mars 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. febrúar 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bryggju ásamt flotbryggju við suðurhlið, breyta innra fyrirkomulagi og gluggum jarðhæðar og gera veitingastað í flokki lll - tegund ? á 1. hæð í húsi á lóð nr. 14 við Grandagarð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2018.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 16. febrúar 2018.
Gjald kr. 11.000