Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. mars 2017 var lögð fram umsókn Jóns Davíðs Ásgeirssonar, mótt. 10. mars 2017 um breytingu á deiliskipulagi Örfiriseyjar vegna lóðar nr. 14 við Grandagarð. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri timburbryggju fyrir gesti fyrirhugaðs veitingastaðs á 1. og 2. hæð. Utan á timburbryggjunni er gert ráð fyrir flotbryggju sem slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur afnot og aðgang að, samkvæmt uppdr., ódags. Einnig lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 23. nóvember 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs. Erindið fellur undir gr. 7.5 í Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.