Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. júní 2017 var lögð fram umsókn Ydda arkitekta ehf., mótt. 9. júní 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 34 við Nýlendugötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og aukning á byggingarmagni vegna byggingu nýbyggingar á lóðinni, timburhús með allt að 6-7 íbúðum. Byggingin er tvær hæðir og ris þar sem rishæðin brotnar upp í þrjú staðstæð form, samkvæmt uppdr. Ydda arkitekta ehf., dags. 9. júní 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs. Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 7.5 í GJALDSKRÁ vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg