breyting á skilmálum deiliskipulags
Nýlendugata 34
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 650
21. september, 2017
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ydda arkitekta ehf., mótt. 9. júní 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 34 við Nýlendugötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og aukning á byggingarmagni vegna byggingu nýbyggingar á lóðinni, timburhús með allt að 6-7 íbúðum. Byggingin er tvær hæðir og ris þar sem rishæðin brotnar upp í þrjú staðstæð form, samkvæmt uppdr. Ydda arkitekta ehf., dags. 9. júní 2017. Tillagan var auglýst frá 4. ágúst 2017 til og með 15. september 2017. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Vésteinn Ólason, dags. 21. ágúst 2017, Ólafur Pétursson og Guðbjörg Guðmundsdóttir, dags. 14. september 2017 og Sæmundur Benediktsson, dags. 17. september 2017,
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

101 Reykjavík
Landnúmer: 223070 → skrá.is
Hnitnúmer: 10114028