breyting á skilmálum deiliskipulags
Hverfisgata 90
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 831
6. ágúst, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Einarssonar dags. 2. desember 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.174.0 vegna lóðarinnar nr. 90 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst fjölgun íbúða að Hverfisgötu 90 úr hámarki 5 íbúðum í 6 íbúðir. Fjölgunin kemur í stað heimildar fyrir atvinnustarfsemi á lóð, samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 14. júlí 2021 til og með 12. ágúst 2021 en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst þann 4. ágúst 2021 er erindi nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með vísan til heimilda í a. lið 2. gr. í viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1020/2019.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101559 → skrá.is
Hnitnúmer: 10129295