breyting á deiliskipulagi
Týsgata 1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 663
5. janúar, 2018
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. júlí 2017 var lögð fram umsókn Ragnheiðar Sverrisdóttur, mótt. 18. maí 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.2, Lokastígsreits, vegna lóðarinnar nr. 1 við Týsgötu. Í breytingunni felst að setja svalir á húsið sem snúa að bakgarði, samkvæmt uppdr. ARKHD, dags. 4. janúar 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Skólavörðustíg 22, Týsgötu 3 og Lokastíg 3.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.6 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.