Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. apríl 2017 var lögð fram fyrirspurn
Arwen Holdings ehf.
mótt. 28. mars 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 36 við Skólavörðustíg sem felst í stækka þjónusturými á 1. hæð út í baklóð, setja sólstofur á íbúðir 2. og 3. hæðar og koma fyrir hjóla- og sorpgeymslu bakalóð. Húsið verður hækkað um eina hæð sem samræmist núgildandi deiliskipulagi, samkvæmt uppdr. Urban arkitekta ehf., dags. 21. mars 2017. Einnig er lagt fram bréf Arwnen Holdings ehf., dags. 28. mars 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. maí 2017.