skipulagslýsing
Borgarlína - Steinahlíð að Katrínartúni
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 638
23. júní, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lagt fram að nýju bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 14. febrúar 2017 ásamt sameiginlegri verklýsingu fyrir breytingar á aðalskipulagsáætlunum Garðabæjar 2004-2016, Hafnarfjarðar 2013-2025, Kópavogsbæjar 2012-2024, Mosfellsbæjar 2011-2030, Reykjavíkurborgar 2010-2030 og Seltjarnarnesbæjar 2006-2024, dags. febrúar 2017. Breytingin felst í innleiðingu Borgarlínu, nýju hágæðakerfi almenningssamgangna, í aðalskipulag sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 24. mars 2017, umsögn Landsamtaka hjólreiðamanna, dags. 25. apríl 2017, umsögn skipulagsráðs Kópavogs, dags. 2. mars 2017, umsögn Samgöngustofu, dags. 30. mars 2017 og bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 9. maí 2017 ásamt framvinduskýrslu COWI - valkostagreining Borgarlínu, dags. í maí 2017.
Lögð fram vinnslutillaga, ásamt umhverfismati, dags. maí 2017.
fyrir breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, dags. 15. maí 2017 sem fjallar um afmörkun samgöngu- og þróunaráss fyrir Borgarlínu. Tillagan var kynnt til og með 20. júní 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/ábendingar: Friðjón Sigurðarson f.h. Reita fasteignafélags hf., dags. 15. júní 2017, Hverfisráðs Árbæjar, dags. 20. júni 2017, Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Gísli Jafetsson, dags. 20. júní 2017 og Heimir Örn Herbertsson f.h. íbúa við Einimel 1-7, dags. 21. júní 2017. Einnig er lögð fram umsögn hverfisráðs Vesturbæjar, dags. 20. júní 2017.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.