skipulagslýsing
Borgarlína - Steinahlíð að Katrínartúni
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 853
21. janúar, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing fyrir borgarlínu frá Steinahlíð að Katrínartúni. Í lýsingunni felast megin áherslur/atriði í gerð deiliskipulags fyrir göturými borgarlínunnar í samræmi við fyrstu framkvæmdalotu borgarlínunnar. Lýsingin var kynnt frá 22. nóvember til 15. desember 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingu: Gísli Vilhjálmsson f.h. Kjálka ehf. dags. 9. desember 2021, Egill Jóhann Ingvason og Jón Guðmundsson dags. 14. desember 2021, Fortis lögmannsstofa f.h. eiganda Suðurlandsbrautar 26 dags. 15. desember 2021, Bjarni Pálsson f.h. Mænir Reykjavík ehf. dags. 15. desember 2021, Bjarni Pálsson f.h. LHF ehf. dags. 15. desember 2021, skrifstofa umhverfisgæða dags. 28. desember 2021 og Reitir fasteignafélag dags. 6. janúar 2022. Einnig er lögð fram umsögn stjórnar íbúasamtaka Laugardals dags. 15. desember 2021, umsögn Veitna dags. 15. desember 2021, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 17. desember 2021 og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 17. janúar 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. desember 2021 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.