Breyta gluggum
Hörpugata 10
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 631
12. maí, 2017
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. apríl 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. apríl 2017 þar sem sótt er um leyfi til að breyta útliti með því að bæta við gluggum, opna út á verönd og breyta innra skipulagi, ásamt áður gerðum breytingum sem felast í að byggður hefur verið kvistur á austurhlið húss á lóð nr. 10 við Hörpugötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Gjald kr. 11.000
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Hörpugata 7, 8, 9, 11 og 12 og Þorragötu 1.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

102 Reykjavík
Landnúmer: 106695 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023185