breyting á deiliskipulagi
Reynimelur 66
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 860
11. mars, 2022
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 1. desember 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Mela vegna lóðarinnar nr. 66 við Reynimel. Í breytingunni felst að heimilt er að fjölga íbúðum úr 3 í 4, þaksvalir eru heimilar á tveggja hæða hluta nýbyggingar og skulu vera inndregnar um að minnsta kosti 2m frá útbrún þaks neðri hæðar ásamt því að heimilt er að gera að hámarki 120 m2 kjallara innan byggingareits, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 18. nóvember 2021. Tillagan var auglýst frá 21. janúar 2022 til og með 4. mars 2022. Eftirtaldir senu athugasemdir: Jón Gunnar Þorsteinsson, Helga Brá Árnadóttir og Rakel Sveinbjörnsdóttir dags. 25. febrúar 2022, Þórdís Þorgeirsdóttir og Orri Ólafur Magnússon dags. 28. febrúar 2022, Magdalena Sigurðardóttir dags. 2. mars 2022, 24 eigenda og íbúa við Reynimel, undirskriftalisti, dags. 3. mars 2022, Erna Guðlaugsdóttir og Hlynur Leifsson dags. 4. mars 2022, Maria Valles dags. 4. og 7. mars 2022, Sonja Steinsson Þórsdóttir dags. 4. mars 2022 og Jóhannes Bragi Gíslason dags. 4. mars 2022.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Landnúmer: 106030 → skrá.is
Hnitnúmer: 10013515