Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2017 var lögð fram fyrirspurn Andra Klausen, mótt. 11 júlí 2017, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna Línbergsreits, reit sem afmarkast af Grunnslóð, Fiskislóð, Djúpslóð og Grandagarði, sem felst í að skipuleggja byggð með skrifstofuhúsnæði á þrem til fjórum hæðum. Byggingar verða lægstar næst Fiskislóð og Grandagarði, 3 hæðir, en hækka um hæð nær Djúpslóð, samkvæmt kynningargögnum Ask arkitekta ehf., dags. 16. júní 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.