Breytingar vegna gistiheimilis
Njarðargata 43 og 45
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 651
29. september, 2017
Engar athugasemdir
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. september 2017 var lögð fram fyrirspurn Helga Hafliðasonar, mótt. 4. september 2017, um að gera íbúð í stað geymsluherbergja í risi hússins að Njarðargötu 45, setja svalir á rishæð og 2. hæð húsanna að Njarðargötu 43 og 45, reka gististað í húsinu að Njarðargötu 43 og gera íbúð á jarðhæð hússins, samkvæmt uppdr. Helga Hafliðasonar, dags. 25. ágúst 2017. Einnig er lögð fram greinargerð Helga Hafliðasonar, dags. 30. ágúst 2017. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2017.
Svar

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. september 2017.