Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. desember 2019 var lögð fram umsókn
Yrki arkitekta ehf.
dags. 9. desember 2019 um nýtt deiliskipulag fyrir Lóðirnar að Laugavegi 168 og 170-174, Heklureitur. Í tillögunni felst að lóðinni Laugavegur 170-174 verði skipt í tvennt og vestari hluti hennar verði lóðirnar Laugavegur 170 og 172. Lóðirnar nr. 168 og 172 verði nýttar undir allt að 250 íbúðir. Valkvæð heimild er um að lóðin nr. 168 verði nýtt undir gististarfsemi. Eystri hluti lóðarinnar Laugavegur 170-174 verður Laugavegur 174. Heimilt verðu að auka byggingarmagn á lóðinni, byggja þrjár hæðir ofan á núverandi byggingar og byggja við 3. hæð norðurhliðar núverandi álmu við Laugaveg. Nýju hæðirnar og viðbyggingin eru undir atvinnustarfsemi. Valkvæð heimild er um að nýja byggingarmagnið verði nýtt undir allt að 90 íbúðir. Gert er ráð fyrir sex hæða bílgeymsluhúsi og núverandi byggingar verða nýttar undir atvinnustarfsemi. Á öllum lóðum er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð, samkvæmt uppdr.
Yrki arkitekta ehf.
dags. 10. janúar 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.