Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi fyrir þremur íbúðum í húsinu, auka salarhæð í kjallara, stækka bílskúr, breyta aðkomutröppum, stækka og sameina svalir á 2. hæð, fjarlægja skorstein og endurnýja þak, einnig er sótt um leyfi til að hækka þak og koma fyrir sorpgeymslu á lóð nr. 19 við Fjólugötu. Einnig eru lagðar fram teikningar dags. 15. mars 2019. Erindi var grenndarkynnt frá 9. apríl 2019 til og með 7. maí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Flosi Kristjánsson, Björn Þorsteinsson og Ragna Þórhallsdóttir dags. 25. apríl 2019, Auður Geirsdóttir f.h. norska sendiráðsins dags. 7. maí 2019 og Stefán Haraldsson dags. 7. maí 2019. Jafnframt er erindi BN053919 dregið til baka. Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 15. mars 2019. Gjald kr. 11.200