Breytingar á dagheimili í vistheimili
Völvufell 7A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 801
11. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Halls Kristmundssonar dags. 26. nóvember 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholt 3, Fell vegna lóðarinnar nr. 7A við Völvufell. Í breytingunni felst breyting á notkun hússins úr skóladagheimili í vistheimili fyrir ungmenni ásamt færslu á lóðarmörkum til suður þannig að lóð minnkar um 500 m2, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 7. febrúar 2020.
Svar

Lagfærð bókun frá fundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember sl.
Rétt bókun er: Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Yrsufelli 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20 og 22.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.6 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.

111 Reykjavík
Landnúmer: 112312 → skrá.is
Hnitnúmer: 10121735