Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. nóvember 2017 var lögð fram umsókn VA arkitekta ehf. mótt. 31. október 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóð Landsnets á Hólmsheiði, Hólmsheiðarvegur 151. Í breytingunni felst að afmarkaður er nýr byggingarreitur fyrir geymsluhúsnæði sunnarlega á lóðinni, heimilt verði að girða bygginguna af með tveggja metra hárri girðingu og bílastæði verða færð til og þeim komið fyrir norðar á lóðinni , samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 30. október 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.