Viðbygging
Lindarvað 2-14
Síðast Synjað á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 683
1. júní, 2018
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. maí 2018 var lögð fram umsókn Rúnars M. Ragnarssonar dags. 25.mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðanna nr. 2-14 við Lindarvað og 1-11 við Krókháls. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit við gafl húsanna nr. 2 við Lindarvað og 1 við Krókavað svo hægt verði að byggja bílskúr, samkvæmt uppdr. Sturlu Þórs Jónssonar dags. 14. febrúar 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum í húsum nr. 2-14 við Lindarvað og 1-11 við Krókavað. Samþykki hagsmunaaðila liggur fyrir dags. 20. febrúar 2018, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

110 Reykjavík
Landnúmer: 201476 → skrá.is
Hnitnúmer: 10002892