Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. desember 2017 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja fjögurra hæða, 446 herbergja hótel, kjallari og plata 1. hæðar verður steinsteypt og herbergjahlutinn úr tilbúnum einingum á lóð nr. 16 við Hlíðarenda. Erindi fylgir bréf frá hönnuði ódagsett, áfangaumsögn frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands dags. í október 2017, greinargerð frá Verkís um umsögn NMÍ dags. í september 2017 og drög að brunahönnun dags. 21. nóvember 2017.