Hækka þak, kvistir og svalir á rishæð
Tómasarhagi 23
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 751
14. nóvember, 2019
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka veggi og þak, bæta við tveimur kvistum og svölum ásamt því að bæta við stiga innanhúss upp í ris sem verður hluti íbúðar á 2. hæð í húsi, mhl.01, á lóð nr. 23 við Tómasarhaga.
Stækkun 115.3 ferm., 182.0 rúmm. Nýtingarhlutfall 0,73. Erindi fylgir umboð eigenda eignar 0201 ásamt vottuðu samþykki meðlóðarhafa dags. 21. október 2019, afrit af mæliblaði 1.554.1 útgefið 19. maí 1953 og varmatapsútreikningar dags. 31. október 2019. Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Tómasarhaga 18, 20, 21, 22 og 25, Lynghaga 26 og 28 og Ægissíðu 50 og 50A.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

107 Reykjavík
Landnúmer: 106578 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023625