Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka veggi og þak, bæta við tveimur kvistum og svölum ásamt því að bæta við stiga innanhúss upp í ris sem verður hluti íbúðar á 2. hæð í húsi, mhl.01, á lóð nr. 23 við Tómasarhaga. Erindi var grenndarkynnt frá 25. nóvember 2019 til og með 23. desember 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Margrét Sigurðardóttir og Þórir Haraldsson dags. 19. desember 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. janúar 2019 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. janúar 2020.
Stækkun 115.3 ferm., 182.0 rúmm. Nýtingarhlutfall 0,73. Erindi fylgir umboð eigenda eignar 0201 ásamt vottuðu samþykki meðlóðarhafa dags. 21. október 2019, afrit af mæliblaði 1.554.1 útgefið 19. maí 1953 og varmatapsútreikningar dags. 31. október 2019. Gjald kr. 11.200