Lögð fram umsókn Framkvæmdafélagsins Arnarhv. ehf. dags. 5. febrúar 2018 um framkvæmdaleyfi vegna tímabundinnar settjarnar að Bjargargötu 1 sem felst í lagningu dælulagna fyrir grunnvatn frá gatnamótum Bjargargötu og Sturlugötu, meðfram Sturlugötu að sunnanverðu, liggur norður meðfram gömlu Njarðargötu að olíuskilju sem komið er þar fyrir. Við olíuskilju er gerð 600 m2 settjörn sem grunnvatn er leitt í og þaðan er lögð yfirfallslögn í skurð vestan við gömlu Njarðargötu, samkvæmt uppdr. Eflu dags. 18. janúar 2018. Einnig er lagt fram minnisblað EFLU dags. 30. janúar 2018.