Stækkun út í garð, m. hurð ásamt innanhússbreytingum
Dyngjuvegur 6
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 687
22. júní, 2018
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. júní 2018 þar sem sem sótt er um leyfi til að gera viðbyggingu undir svölum, breyta geymslu í herbergi í kjallara, síkka glugga og gera hurð út í garð og tröppur frá svölum niður í garð, glerja við útmörk svala og hurð út í garð auk þess sem sótt er um áður gerðar innri breytingar í kjallara í húsi á lóð nr. 6 við Dyngjuveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18. maí 2018. Stækkun : 16,7 ferm., 46,7rúmm. Gjald kr. 11.000
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Dyngjuvegi 8 og Laugarásvegi 57.
Vakin er athygli á að erindið verður ekki grenndarkynnt fyrr en greitt hefur verið í samræmi við gr. 7.6 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

104 Reykjavík
Landnúmer: 104848 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008476