breyting á deiliskipulagi
Seljavegur 1
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 769
17. apríl, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Richards Ólafs Briem dags. 26. ágúst 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 1 við Seljaveg. Í breytingunni felst að heimilt er að byggja nýbyggingu á lóð í stað þess að koma fyrir flutningshúsi, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 18. ágúst 2019. Einnig er lagður fram tölvupóstur Minjaverndar dags. 26. ágúst 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. febrúar 2020. Einnig lagðir fram skuggavarps uppdráttur dags. 13. september 2019. Erindi var grenndarkynnt frá 13. mars 2020 til og með 14. apríl 2020. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Samþykkt með vísan til a. liðar 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1020/2019.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100142 → skrá.is
Hnitnúmer: 10114056