Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2018 var lögð fram umsókn Richards Ólafs Briem f.h. Minjaverndar hf. dags. 12. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 1 við Seljaveg. Í breytingunni felst að breyta stærð og lögun byggingarreits lóðarinnar til þess að flutningshús rúmist innan hans, tröppur og stoðveggir við aðalinngang eru að hluta til utan byggingarreits, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. VA arkitekta ehf. dags. 8. mars 2018. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 13. desember 2017 og 15. mars 2018, umsagnir Minjastofnunar dags. 5. desember 2017 og 6. mars 2018, greinargerð EFLU dags. 28. febrúar 2018 og bréf Minjaverndar dags. 29. nóvember 2017, 5. mars 2018 og ódags.
Svar
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.