nr. 6 - breyting á skilmálum deiliskipulags
Þrastarhólar 6
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 711
11. janúar, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2018 var lögð fram umsókn Stáss Design ehf. dags. 8. nóvember 2018 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Breiðholts -3 norðurdeild vegna lóðarinnar nr. 6-10 við Þrastarhóla. Í breytingunni felst að breyta sameiginlegu þjónustuherbergi í húsi nr. 6 í sjálfstæða íbúð, samkvæmt tillögu Stáss Design ehf. dags. 2. nóvember 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt samþykki lóðarhafa að Þrastarhólum 6, 8 og 10 mótt 8. janúar 2018.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Þar sem um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018..