Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. júlí 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílageymslu með forsteyptum sökklum og samlokuveggjum ásamt geymslu og snyrtingu á lóð nr. 10 við Hörgshlíð. Einnig eru lagðir fram aðaluppdrættir Al-hönnunar ehf. dags. 15. júní 2019 og skuggavarpsuppdrættir dags. 16. júlí 2019. Erindi var grenndarkynnt frá 15. ágúst 2019 til og með 12. september 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Húseigendafélagið f.h. húsfélags Hörgshlíð 8 dags. 12. september 2019 og Auður Inga Ingvarsdóttir og Ingólfur Björnsson f.h. þinglýstra eigenda að Hörgshlíð 8 íbúð 201 dags. 12. september 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. október 2019 og er nú lagt fram að nýju ásamt lagfærðum aðaluppdrætti, uppfærð afstöðumynd, dags. 16. september 2019 mótt. 31. október 2019. Stærð mhl. 02: 100,4 ferm., 372,8rúmm. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. maí 2019. Gjald kr. 11.000