Lögð fram fyrirspurn Eggerts Antoníusar Ólafssonar dags. 25. mars 2019 um breytingu á deiliskipulagi Breiðholts I vegna lóðarinnar nr. 5-11 við Lambastekk. Í breytingunni felst að gerður verði nýr byggingarreitur fyrir viðbyggða bílgeymslu við norðurhlið húss nr. 9 við Lambastekk, notkun núverandi bílgeymslu er breytt úr bílgeymslu í vinnustofu og geymslu, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 26. febrúar 2019. Einnig er lagt fram samþykki eigenda Lambastekks 7 dags. 27. febrúar 2019.