breyting á skilmálum deiliskipulags
Rökkvatjörn 6-8
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 872
10. júní, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. maí 2022 var lögð fram umsókn Ásgeirs Ásgeirssonar dags. 23. maí 2022 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Rökkvatjörn. Í breytingunni felst að heimilt er að svalir á suðurhlið hússins skagi út fyrir byggingarreit lóðarinnar, samkvæmt tillögu dags. 12. apríl 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs til afgreiðslu.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1551/2021, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.