Breyta efri hæð og byggja sólstofu
Melgerði 17
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 739
16. ágúst, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. maí 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja sólstofu við austurhlið og til að rífa kvisti og byggja nýja, koma fyrir þakgluggum, gera yfirbyggðar svalir á vesturhlið og breyta innra skipulagi efri hæðar ásamt því að gerð er grein fyrir áður gerðum bílskúr á lóð einbýlishúss á lóð nr. 17 við Melgerði, samkvæmt uppdr. Arkiteo ehf. dags. 23. apríl 2019. Erindi var grenndarkynnt frá 12. júní 2019 til og með 10. júlí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Guðjónsson og Edda Thors dags. 8. júlí 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. júlí 2019 og er nú lagt fram að nýju.
Stækkun: 67 ferm., 184,5 rúmm. Gjald kr. 11.200
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs

108 Reykjavík
Landnúmer: 108008 → skrá.is
Hnitnúmer: 10021661