Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. október 2021 þar sem sótt er um leyfi til að reisa leikskóla - Miðborgaraskóla - mhl. 03 á þremur hæðum á kjallara með burðarvirkið að hluta staðsteypt og að hluta úr krosslímdum timbureiningum, sem klæddar verða með hvítri álklæðningu, stækka mhl. 01, sem er gæsluvallarhús og að koma fyrir hjólastæðum út á lóð, á lóð nr. 89 við Njálsgötu. Erindi fylgir varmatapsrammi, dags. 11. október 2021, hljóðvistarskýrsla, dags. september 2021 og greinagerð um algilda hönnun, dags. 11. október 2021. og aftur 29. október 2021. Stækkun á gæsluhúsi, mhl. 01: 51,8 ferm., 147,9 rúmm. Stærð nýs leikskóla, mhl. 03: 1.415,1 ferm. 5.670,53 rúmm. Stærð hjólaskýlis: XX ferm og XX rúmm. Gjald kr. 12.100