breyting á deiliskipulagi
Lambhagavegur 12
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 885
19. september, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. september 2022 var lögð fram umsókn Guðmundar Odds Víðissonar, dags. 7. september 2022, ásamt bréfi, dags. 7. september 2022, um breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbrekkna-Hallsvegar vegna lóðarinnar nr. 12 við Lambhagaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að komið er fyrir tveimur nýjum byggingarreitum á lóð fyrir rafmagnshleðslu og sölu á eldsneyti, samkvæmt uppdr. DAP dags. 6. september 2022. Einnig er lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og Löðurs ehf., dags. 12. apríl 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1051/2022.

113 Reykjavík
Landnúmer: 216925 → skrá.is
Hnitnúmer: 10097860