Bakbygging - salerni og útigeymsla
Vesturgata 29
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 714
1. febrúar, 2019
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. janúar 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta viðbyggingu við suðurhlið og byggja litla viðbyggingu á vesturhlið og koma þar fyrir snyrtingu og útigeymslu í húsi á lóð nr. 29 við Vesturgötu.
Stækkun: 2,4 ferm., 6,4 rúmm. Umsagnir Borgarsögusafns dags. 30.10.2018 og Minjastofnunar Íslands dags. 22.10.2018 fylgja erindi ásamt samþykki aðliggjandi lóðarhafa áritað á teikningar. Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. janúar 2019 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. janúar 2019. Gjald kr. 11.000
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Vesturgötu 30, 31 og Ránargötu 18.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 8.1. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100441 → skrá.is
Hnitnúmer: 10013675